Fjórða vika (síðasti opni fundurinn)

1.)    Ég bæti mér upp tilfinningar um lágt sjálfsmat með því að: Taka þátt í slúðri um aðra, gera lítið úr/hæðast/grínast að þeim er minna meiga sín. Upphefja sálfan mig í huganum gagnvart veiklyndu fólki. Fólk sem ég skynja að er veiklundaðra en ég. (ljótt, ljótt)

 

2.)    Ég einangra mig frá öðru fólki með því að : Loka mig af eftir t.d. vinnu, svara hvorki símtölum né sms‘um. Finn afsakanir til að umgangast eða hitta ekki fólk.

 

b) Þegar ég umgengst fólk í valdastöðu, á ég vanda til að: Láta sem ég sjái það ekki, tipla á tánum í kringum það eða jafnvel fíflast allhressilega í kringum það.

 

3.)    Aðferðirnar sem ég nota til þess  að leita eftir viðurkenningu frá fjölskyldu minni eða vinum eru m.a. þær að: Humm erfitt að segja, ég reyni helst af öllu að læðast meðfram veggjum og láta taka sem minnst eftir mér. Ég passa mig á að bjóðast aldrei að fyrra bragði að gera greiða (Helst).      

        b) Mig grunar að tryggð mín við                 sé óviðeigandi vegna þess að: Vegna þess að ég er brjálæðislega meðvirkur og þori ekki að standa með mér og mínum skoðunum. Svona almennt í lífi mínu.

4.)    Fyrsta minning mín um það að reið manneskja hafi hrætt úr mér kjarkinn, var þegar: Man ekki ! En ég fer alveg í rusl og get ekki tjáð mig og mínar skoðanir við ákveðið og reitt fólk. Á þó til að „bilast“ við mjög reitt fólk á móti og fa svo heiftarlegt samviskubit og skammast mín.

         b) Ég bregst við persónulegri gagnrýni með því að: Fá mikinn kvíða, hætti að geta hugsað rökrétt og verð „heimskur“. Finnst ógeðslega erfitt að svara til baka. Langar að stinga viðkomandi í hakkavél.

5.)    Einstaklingar í lífi mínu sem hafa ávanamyndandi eða truflaðan persónuleika, t.d. alkóhólistar, vinnufíklar, spilafíklar, ofætur, trúaroftækisfólk eða fólk með fullkomnunaráttu, eru: Eru helvítis fávitar! Mjög pirrandi fólk, vil helst af öllu ekkert hafa saman við það að sælda, En mikið getur verið gott að detta í óreglu og smá neyslu svona upp á funnið að gera. Faðir minn er reyndar vinnualki, ég er það ekki og finnst ég því oft vera latur og lélegur pappír er ég ber mig saman við hann.

         b)Þau sambönd sem veita mér mesta endurnæringu og stuðning eru: Heilbrigð, nærandi, kærleiksrík og þar sem ríkir gagnkvæmt traust, virðing, samkennd og kærleikur (Ást).

6.)    Síðast þegar ég tók eftir að einhver notaði mig, var þegar:  Það var ákveðið fyrir mig að ég átti að hjálpa konu sem sækir vinustað minn að flytja að mér forspurðum. Ég varð pirraður og reiður. Ég þekki vel þá tilfinningu að vera hafnað er ég ætla að tala um mína (van)líðan, hún og fleirri ætluðust til þess og tóku ákvörðun algerlega fyrir mig.

 

b) Ég reyni að bjarga öðrum, til dæmis með því að: Gera hluti og hlusta á vandamál (væl) annara án þess að vilja það þá stundina. Vera já maður og geta ekki staðið með sjálfum mér.

 

7.)    Ég er yfirmáta ábyrgðarfullur þegar: Ég tók að mér að leiða hóp sem sjálfboðaliði og nú finnst mér ég bera fulla ábyrgð á að hann sé starfandi, ég ber í raun enga ábyrgð á því hvort hópurinn gengur eður ei,  og þetta er farið að verða mér baggi og hvöð.

 

          b) Ég reyni að bjarga öðrum, til dæmis með því að: Hérna veit ég í raun ekki hvað ég ætti að segja, mér finnst eitthvað vera hérna en næ því ei. Ég fell stundum í þessa gildru og ætla að fara á fullt í að finna lausnir fyrir aðra en það endist stutt og ég er alveg að losna við þessa áráttu.

 

8.)    Nýlega var ég hræddur við að tjá sannar tilfinningar mína og gafst upp fyrir           þegar: Man ekki dæmi í augnablikinu en þetta er nokkuð sem hefur skelft mig frá ómunatíð, ég finn fyrir kvíða og angist þegar tilfinningar eru annarsvegar. Að standa með sjálfum mér er mér nánast um megn ég fæ svo mikinn kvíða, en ef ég tek upp á því að standa með sjálfum mér fæ ég brjálað samviskubit á eftir. Ég finn spennu þegar mér er sagt að visst fólk sé að bíða eftir mér.

 

9.)    Ég afneita, gerið lítið úr, eða bæli tilfinningar mínar þegar: Nánast öllum stundum, ég hef lifað við lamandi kvíða svo lengi sem ég get munað, ég hef að jafnaði passað mig á að sýna helst engar tilfinningar, ég skammast mín fyrir að hafa tilfinningar. Mín tilfinning er sú að það sé aumingjaskapur að sýna tilfinningar (ótti) og að ég sé að gefa skotleyfi á mig.

 

10.)  Ég óttast höfnun eða það að verða yfirgefin, helst í sambandi mínu við: Ég hef frekar velt þessu fyrir mér á þann hátt að ég væri bara best kominn einn í mínu lífi, stundum spáð í það hvernig væri bara að yfirgefa hið daglega amstur með því að ganga í munkaklaustur eða eitthvað í þá veruna. Þögnin getur verið alveg skelfilega þrúgandi þegar ég er í kringum fólk, finnst oft eins og ég megi búast við holskeflu af ég veit ekki hvað…

         

          b) Núna bregst ég við þessum ótta með því að: Velta því fyrir mér hvað ég sé að hugsa og hvaða geri það að verkum að ég skuli gera svo lítið úr mér að mér auðnist ekki að standa með sjálfum mér og minni sannfæringu. Það er klárt að óttinn er enn við völd.

 

11.)  Afleiðingar af truflun í fjölskyldu minn má sjá í lífi mínu þegar ég: Ég lifi með stöðugt samviskubit um að ég hafi brugðist og það hefur fylgt mér allt mitt líf, ég hef í áratugi flúið raunveruleikann í dagdrauma og bókalestur.

 

12.)  Núverandi erfiðleikar mínir við náin samskipti eru: Meðvirkni, þóknast öðrum, ótti og brotin sjálfsmynd. Ég á erfitt með snertingar og nánd, finn strax fyrir vanlíðan ef einhver er reiður í kringum mig þó svo reiðinni sé ekki beint að mér. Ég t.d. sting ekki upp á einhverju að gera heldur bíð eftir að einhver annar geri það og get svo ekki tekið afstöðu með eða á móti ef það eru fleiri en einn möguleiki.

         

          b.) Ég á erfitt með að treysta                vegna þess að: Ég óttast að vera hafður að fífli, féþúfu, svikinn. Ég skelfist að vera misnotaður á einn eða annan hátt, einnig vegna þess að ef ég hleypi fólki nærri mér, gæti það séð hversu lítils virði og mikill aumingi ég er.

 

13.)  Þegar mig skortir áhuga og innri hvöt og ég slæ hlutunum á frest, líður mér: Eins og ég sé einskis virði og fæ mikinn kvíða og byrja að brjóta mig niður.

 

          b.) Núverandi verkefni sem mér gengur ekkert með, eru:  Er að taka af skarið og fara að taka að mér ákveðið verkefni sem ég hef fyrir höndum í vinnunni, ég er stöðugt að fresta því.

 

14.)  Þegar ég hef ekki stjórn á hlutunum, óttast ég: Að allt fari í hund og kött hjá mér.

 

          b.) Þegar ég hef ekki stjórn á hlutunum, líður mér: Eins og ég sé að fara yfir um af kvíða, ótta og sjálfshatri.

 

15.)  Hvatvísi mín varð til þess að ég tók slæma ákvörðun þegar ég: