Týnt efni

Ég þarf að byrja á að leiðrétta smáveigis mistök, opnu fundirnir eru víst fjórar vikur ekki þrjá eins og ég skrifaði í fyrsta blogginu, þá er það hér með leiðrétt.

Ég fór að fara yfir svörin mín fyrstu vikurnar og uppgötvað þá að ég hafði ekki svarað neinum spurningum skriflega fyrr en í fjórða vika var hálfnuð, svo það er greinilegt að það tók mig tíma að taka ákvörðun um hvort ég ætti að vera eða fara. Eitt af því sem sat í mér i upphafi var að binda mig alltaf einu sinni í viku í um tvo tíma allann veturinn, ég var virkilega að láta svoleiðis smáatriði trufla mig sem sýnir svo ekki verður um villst að ég þarf heldur betur á þessari sjálfsskoðun að halda.

Hef ég virkilega ekki tvo tíma í viku til að bæta lífsgæði mín og lifa innihaldsríkara lífi, jú heldur betur og þetta eru einhverjir bestu og mest gefandi stundir í hverri viku. Hópurinn (trúnaðar fjölskyldan mín) minn hittist reyndar einu sinni aukalega í viku og förum við saman yfir spurningarnar sem er vel og eykur og dýpkar skilninginn á þeim.

Ég var svolítið svekktur út i sjálfan mig fyrst til að byrja með í gærkveldi fyrir að hafa ekki svarað öllum spurningum frá upphafi, ég var alvarlega að velta því fyrir mér að taka þær fyrir og svara þeim öllum svo engin spurning væri ósvöruð, ég verð að gera þetta “fullkomið”. En nei það ætla ég ekki að gera, ég vil heldur vera sjálfum mér trúr og standa með því sem ég hef svarað og því sem ég hef trassað, það er jú hluti af þessari vinnu að átta mig á því að ég er ekki fullkominn og ég má alveg klikka, það er lærdómur útaf fyrir sig. Ég get jú farið í þessa vinnu aftur næsta vetur og þá verður nú gaman að sjá hvernig svörin hafa breyst með betri sjálfsvitund og andlegri líðan.