Fyrsta Spor, fyrri vika.

Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði

og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.

 

1.)  Hvað er það sem hindrar þig í að viðurkenna vanmátt þinn og stjórnleysið í lífi þínu? Að gera mig að fífli, fólk sjái hversu mikill aumingi ég er. Að sannleikurinn um hversu lítilsgild ég er sem manneskja. Ég má ekki fyrir mitt litla líf láta aðra sjá hinn raunverulega mig.

 

2.)  Hvað er það í lífi þínu sem veldur þér mestri hryggð?  Það er sú mynd sem ég ber í huga mér af lífsferli mínu. Líf mitt er uppfullt af mistökum og glötuðum tækifærum. Ég hryggi sjálfan mig óendanlega.

 

3.)  Hvaða atburðir í lífi þínu urðu til þess að þú gerðir þér grein fyrir að sársaukinn væri svona mikill?  Þegar ég fór fyrst til sálfræðings og fékk loks að vita að það sem ég hafði talið vera aumingjaskap og að ég væri eina manneskjan í heiminum sem liði svona væri ekki rétt heldur væri ég andlega veikur. Svo eftir stutt og misheppnað ástarsamband sem varð dropinn sem fyllti mælinn, reyndi ég að fyrirfara mér.

 

4.)  Sársauki er þér merki um að bregðast við með þinni ávanabundnu hegðun eða áráttu. Nú gæti sársauki hins vegar verið merki um að viðurkenna vanmátt þinn og til að velja lífið. Hvers konar sársauki veldur hörðustu viðbröðunum hjá þér?  Algert vonleysi og andlegur sársauki þar sem mér finnst ég vera að gefast upp á lífinu og tilverunni.

 

5.)  Okkur finnst lífið í góðu lagi þegar við getum treyst á gömlu aðferðirnar til þess að komast af. Hvernig hefur þetta hindrað þig í að sjá raunveruleg vandamál þín?    Með því að láta undan óttanum/kvíðanum og horfast ekki í augu við það sem er að valda mér hugarangri og takast á við það.

 

6.)  Á hvaða sviði lífs þíns reynist þú hafa mesta þörf fyrir að vera við stjórn?  Á tilfinninga sviðinu. Ég hef alla tíð skammast mín fyrir að sýna/hafa tilfinningar, haldið aftur af þeim, haldið þeim niðri. Brotin sjálfsmynd.

 

7.)   Hverjar eru afleiðingar sjálfseyðandi hegðunar þinnar?   Ég vil leggjast í kör og deyja.

 

8.)   Postularnir fundu fyrir ótta og vafa vegna vanmáttar síns. Hvað óttast þú mest? Hvað veldur því að þú efast?  Lífið og dauðann. Að vera ekki ég sjálfur, ná ekki að byggja upp sjálfsmyndina og trúa á mig sjálfann. Hvað er handan lífsins, hvað gerist eftir dauðann?

 

9.)   Hvar í lífi þínu finnur þú mest fyrir stjórnleysi?   Í samskiptum við fólk, ég stend ekki fyrir mínu. Ég þarf að þora t.d. að hafa sjálfstæðar skoðanir. Láta ekki vaða yfir mig á skítugum skónum. Elska mig!

 

10.)   Tilgreindu sérstakar aðstæður þar sem þú finnur upp afsakanir fyrir hegðun þinni.  Sérstakar? Þegar ég segi mína skoðun á málefnum, fer ég “alltaf” að afsaka þær. Ömurlegt!