Fyrsta Spor, seinni vika.

Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði

og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.

 

11.)   Hvaða gagnslausu hegðun þarft þú að leggja niður?  Að vera vofa, brjóta mig niður, gera lítið úr sjálfum mér.

 

12.)   Hvaða sérstaka hegðun er vandamál sem þú hefur forðast? Eða hvaða hegðun ert þú að verja eða afsaka? Hvernig gerir þú þetta?  Ég fer að leika hirðfífl og kjána í samskiptum til að fela ótta og óöryggi. Þykist vera kátari og hressari en ég raunverulega er og auðvitað öruggari.

 

13.)   Sú ákvörðun glataða sonarins að lifa lífi sínu í sjálfselsku gerði hann vanmáttugan og varð til þess að hann lifði í stjórnleysi. Á hvern hátt líkist þú honum?  Að láta öfundsýki gagnvart betri lífskjörum og aðstæðum annara valda mér vanlíðan.

 

14.)   Hvernig reyndir þú að breyta ástandinu í lífi þínu áður fyrr með því að ráðskast með umhverfi þitt?  Með þögninni, hindra þannig óþægileg og sársaukafull samskipti.

 

Ég veit að ekki býr neitt gott í mér, það er holdi mínu.

Að vilja veitist mér auðvelt, en ekki að framkvæma hið góða.

Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki,

en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.

En ef ég gjöri það, sem ég vil ekki, þá er það ekki

lengur ég sjálfur, sem framkvæmi það,

heldur syndin sem býr í mér.

15.)   Getur þú fundið samsvörun í ofangreindu versi? Hvar í lífi þínu finnur þú mest fyrir þessari baráttu?  Nei ekki að öllu leiti, þetta vers er of öfgafullt að sumu leyti (þó sérstaklega fyrsta línan, og síðasta líka) hljómar eins og stjórntæki stofnunarinnar. En að gera ekki hið góða get ég vel tekið undir, að ég standi mig ekki alltaf þar.

16.)   Hefur þú fundið fyrir einhverri Huggun eða hjálp frá Guði við það að viðurkenna vanmátt þinn og að það er þér um megn að stjórna eigin lífi? Segðu hvernig.  Já að einhverju leyti við skoðun mína á þrem trúarbrögðum (Yoga heimspeki, Búddisma og Kristni). Ég er vanmáttugur og mér er um megn að ná tökum á lífi mínu og líðan. Ég þarf hjálp?

17.)   Hvaða skilning leggur þú í orðin: “þegar ég er veikur, þá er ég máttugur”?  Öfugmæli, til að fá fólk til að hugsa. Þegar ég er veikur er ég vanmáttugur.

18.)   Hvers vegna heldur þú að það sé ekki viturlegt að treysta eigin hyggjuviti?  Því það á það til að koma mér í ógöngur, það er stundum eins og það sé að leggja fyrir mig gildrur.