Íhugun um mína trú

Ég taldi mig lengi vel vera trúlausan en svo er nú ekki, ég hef mína trú en það er ekki nokkur leið fyrir mig að gleypa hrátt það sem kirkjan sem stofnun er að boða enda get ég ekki skilið hvernig sé hægt að boða að hvert orð úr biblíunni sé heilagur sannleikur, er kirkjan ekki annars að gera það, ég verða að viðurkenna að ég er ekki alveg viss hvort svo sé? Mig rámar reyndar í að svo sé.

Það var að trufla mig svolítið í byrjun öll þessi skrif í vinnubókinni Tólf Sporin Andlegt Ferðalag um Guð, allt snéristu um að tjatta við þá feðga, hleypa þeim inn og gefa mig allann á þeirra vald. Ég var ekki alveg að kaupa þetta en ákvað að sýna af mér risastórt þroskamerki og vera algerlega æðrulaus gagnvart þessu og það er vel þvi þetta kerfi er að svínvirka fyrir mig.

Ég rakst á bókaflokk fyrir um tveim árum síðan um yoga heimspeki og við lestur þessara bóka var sem kveikt hefði verið á ljósi í brjósti mér. Það var eins og sannleikurinn hefði tekið sér bólfestu í hjarta mínu. Mín trú er þvert á allar trúarstefnur.

Ég er sannfærður um að finna megi sannleikskorn í allri trú.