Annað Spor, fyrri vika.

Við fórum að trúa, að máttur okkur æðri,

gæti gert okkur heil að nýju.

 

1.)  Teldu upp einhver atvik úr reynslu þinni sem fengu þig til að missa trúna á Guð. Það er ekki bara vegna þess að ég hef upplifað andleg veikindi, vanlíðan og sársauka þeirra vegna. Heldur líka vegna minna andlegu og sársaukafullu veikinda hef ég tekið inn á mig allann þann viðbjóð og hörmungar sem ég hef horft upp á og eiga sér stað um allann heim. Vegna alls þess hef ég átt mjög erfitt með að trúa því að það geti verið til einhver vera eins og Guð.

2.)  Trú er vitnisburður og kjarni þess sem menn vona en sjá samt ekki. Hver er þín von? Það er mín von að það sé tilgangur með þessu lífi og að allt sem við upplifum í því sé einskonar skóli fyrir framhaldslíf.

Tafarlaust knúði hann lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan

sér yfir um, ….. En báturinn var þegar kominn langt frá landi og lá undir

áföllum ….. En er langt var liðið nætur kom hann til þeirra,

gangandi á vatniniu. Þegar lærisveinarnir sáu hann gagna á vatninu,

….. Pétur svaraði honum: “Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér

að koma til þin á vatninu.” Jesús svaraði: “Kom þú!”

Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til ahns.

En sem hann sá rokið, varð hann hræddur

og tík að sökkva. Þá kallaði hann: “Herra, bjarga þú mér!”

Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði:

“Þú trúlitli, hví efaðist þú?” Þeir stigu í bátinn og þá lægði vindinn.

En þeir sem í bátnum voru, tilbáðu hann og sögðu:

“Sannarlega ert þú sonur Guðs.”

3.)  Hvernig getur þú tengt reynslu Péturs þinni eigin? Hvernig er hægt að fylgja einhverri manneskju eða stofnun sem boðar einhvern “einn” sannleika. Hvernig á að vera hægt að finna sannleikann mitt í ringulreið blekkinga og svika.

Hann svaraði þeim: “Vegna þess að yður skortir trú.”

Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn,

getið þér sagt við fjall þetta: “Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig.

Ekkert verður yður um megn.

4.)  Mustarðskornstrú er eins og vonarleiftur blandað sannfæringu um að Guð muni annast erfiðleikana í lífi okkar. Hvar í lífi þínu er Guð að gefa þér mustarðskornstrú?  Hugsanlega í vangaveltum mínum um trúarbrögð og trú (sem er ekki það sama). Hvar er sannleikann að finna?

Jesús sagði við hann: “Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.”

Jafnskjótt hrópaði faðir sveinsins: “Ég trúi,

hjálpa þú vantrú minni!”

5.)  Hvað hindrar þig í að trúa því virkilega að máttur þér æðri geti gefið þér heilbrigði á ný? Óttinn við að uppgötva að allt saman, lífið og líf eftir dauðann sé ein blekking og/eða geðveiki

Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurkramið hjarta

þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.

Margar eru raunir réttláts manns,

en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.

Hann gætir allra beina hans, ekki eitt af þeim skal brotið.

Ógæfa drepur óguðlegan mann.

Þeir er hata hinn réttláta skulu sekir dæmdir.

Drottinn frelsar líf þjóna sinna,

enginn sá er leitar hælis hjá honum, mun sekur dæmdur.

 

6.)  Jesús Kristur hefur máttinn til þess að lækna beygðan og brotnn anda þinn. Hvað getur þú gert til þess að opna sjálfan þig fyrir krafti Krists? Nú veit ég ekki. Hvað get ég gert? Get ég treyst innsæi mínu og hjarta mínu?

 

7.)  Á hvern hátt finnst þér hegðun þín vera ens og þú værir ekki með réttu ráði? Ég á það til að vera upptendraður yfir einhverju ægilega spennandi og veð í það af fullum krafti, svo hrynur spilaborgin og ég kremst undir brostnum vonum. Uppgjöf!

 

Já, oss sýndist sjálfum,

að vér hefðum þegar fengið vorn dauðadóm.

Því að oss átti að lærast það að treysta ekki sjálfum oss.

heldur Guði, sem uppvekur hina dauðu.

 

8.)  Á hvern hátt hefur þér fundist þú fá dauðadóm í lífi þínu? Þegar ég kemst í gott jafnvægi. líður vel og er þokkalega öruggur og mér tekst vel að ráða við líf mitt svo fer andlegu heilsu minni að hraka og ég upplifi mig sem vesaling sem getur ekkert, hef enga hæfileika, er gersamlega snauður af persónuleika og ég bregst sjálfum mér algerleg enn og aftur, enn og aftur og langar bara að þessu líf ljúki hér og nú.

Því það er Guð sem verkar í yður bæði að vilja

og framkvæma sér til velþóknunar.

9.)  Á hvern hátt sérð þú Guð að verki við það að gera þig heilann að nýju? Með því að byrja á því að trúa, treysta og uppgötva Guð í hjarta mínu, Ef/þegar það gerist þá mun hann leiða mig og styrkja í vinnu minni til að finna frið í hjarta mér.

10.)  Hvað getur þú gert til þess að viðhalda tilfinningalegu jafnvægi? Með því að sýna æðruleysi og trúa og treysta á sjálfan mig og göngu mina í gegnum lífið í leit mnni að mér sjálfum og mínum æðri mætti sem er sannur í hjarta mínu.