Annað Spor, seinni vika.

Við fórum að trúa, að máttur okkur æðri,

gæti gert okkur heil að nýju.

 

 

Ekki svo, að vér séum sjálfir hæfir og eitthvað komi frá

oss sjálfum, heldur er hæfileiki vor frá Guði.

11.)  Á hvern hátt vonast þú til að samband þitt við Guð muni bæta getu þína til að fást við daglegt líf? Að hann muni hjálpa mér til að takast á við daglegt streð, leiða mig og lýsa leið mína til bata úr veikindum mínum, á þeim forsendum að ég taki fulla ábyrgð á bataferli mínu.

12.)  Hver eru viðbrögð þin við þeirri staðreynd að bati krefst þolinmæði og skilnings og að hann verði ekki tafarlaus? Viðbrögð mín eru einfaldlega þau að mér finnst þetta vera algerlega rökrétt. Ég geri mér fulla grein fyrir því að jafn stórt verkefni og það að bæta lífsgæði mín krefst mikillar þolinmæði af mér og sömuleiðis ríkum skilningi.

Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? Drottinn er eilífur Guð

er skapað hefir endimörk jarðarinnar. Hann þreytist ekki,

hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum

þróttlausa. Ungir menn þreytast og lýjast,

og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á Drottin

fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir.

Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

13.)  Á hvaða sviði lífs þíns hefur þú reynt að styrkur guðs kæmi í stað vanmáttar þíns? Ég get ekki sagt, ég hafi nokkurn tíma fundið afgerandi fyrir því að Guð hafi styrkt mig á nokkurn hátt og þó er ekki laust við að í gegnum leit mína að trú þá hafi nú kviknað ljóstýra af og til þegar ég t.d. hef veriða að kynna mér Búddisma og Jóga heimspeki.

14.)  Hvar í lífi þínu sýnir þú af þér einþykkni eða óhlýðni gagnvart Guði? Ég hef áður fyrr talað um trú og trúarbrögð á niðrandi máta, þar á meðal auðvitað Guð og Jesús sem ég haf talað um í gríni á niðrandi máta. Ég hef þráast og þrjóskast við að taka í sátt trú á líf eftir dauðann sem ég hef þó nánast stöðugt verið að velta fyrir mér og er enn að velta fyrir mér.

15.)  Á hvaða sviði lífs þíns þarft þú að sýna meiri varfærni eða háttprýði? Gagnvart sjálfum mér, ég fell mjög auðveldlega í þá gryfju að gera lítið úr sjálfum mér og jafnvel tala niðrandi um sjálfan mig í annara manna viðurvist. Því þarf ég að sýna sjálfum mér varfærni og háttprýði sem kemur svo til með að skila sér út á við i samskiptum mínum við aðra.

Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf,

englar né tignir…. hvorki kraftar,

hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað,

muni geta gjört oss viðskila við

kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.

16.)  Hvers eðlis er núverandi samband þitt við Krist? Hvernig má bæta það? Ég er meira og meira að taka Krist inn í hjarta mitt, ég hef eytt fjölda mörgum árum í að berjast á móti tilvist Krists og kenningum hans. Í dag er ég að taka hann meria og meira í sátt og mér er alveg að takast að viðurkenna tilvist hans.

17.)  Nefndu atriði í fyrsta eða öðru sporinu þar sem þú átt enn í baráttu í prógramminu.  Enn og aftur verð ég að taka það fram að til að mynda vegna þess að ég er vísindalega hyggjaður og vil fá sannanir fyrir hinu ýmsu í lífinu og tilverunni þá á ég enn erfitt með að taka trú á þá feðga trúanlega. Enda er ég ég!

18.)  Hvers heldur þú að þú þarfnist til að ráða bót á þessu vandamáli? E.t.v. þarft þú t.d. að deila erfiðleikum þínum með vini og biðja um bæn, stuðning eða ráðgjöf. Ég þarf á einhvern hátt að ná að opna fyrir eða brjóta niður þann múr er ég hef byggt upp í kringum sál mína svo mér auðnist að takast á við vanlíðanina og óttann sem býr i brjósti mér.

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn,

til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur

að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

19.)  Hvaða hjálp vilt þú fá frá Drottni þegar þú leitar til hans um styrk? Leiðsögn til að takast á við vandamál mín og finna köllun mína í þessu lífi svo mér megi auðnast að lifa inihaldsríku lífi í friði og kærleik.

Óttast  þú, eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast,

því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig

með hægri hendi réttlætis míns.

20.)  Ert þú fær um að taka á móti kærleika Guðs til þín? Hvers vegna?/Hvers vegna ekki? Ég veit ekki! Kannski vegna þess að ég á mjög erfitt með að SLEPPA !!!