Þriðja Spor, fyrri vika

Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf

lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum

 

1.)  Hvað atriði í lífi þínu urðu til þess að þú vissir að þú yrðir að afhenda vilja þinn og líf handleiðslu Guðs? Er ég búinn að því? Ég myndi segja að það sé atburðarrás í lífi mínu hvað varðar mín andlegu veikindi sem hafa leitt mig til þess að skoða vel og vandlega hvaða stöðu og hlutverki ég hefi að gegna í þessu lífi og “öðrum ” lífum. Ég vil geta fundið hinn eina sannleika lífs og liðins í hjarta mér.

Treystu drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið

hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum,

þá mun hann gjöra stigu þína slétta.

2.)  Hvaða viðhorf eða ranghugmyndir eru hindrun þín sem kemur í veg fyrir að þú treystir Guði, t.d. sú trú að Guð sé fjarlægur, standi á sama eða sé grimmur?  Þegar ég lít yfir mannkynssöguna og velti fyrir mér hvernig fólk almennt hefur haft það og hefur það í dag og hvernig við höfum komið fram hvort við annað og gerum enn í nafni t.d. trúar og Guðs og viðurstyggðin sem framin hefur verið og er framin enn í dag, og hvernig margt fók má líða allskyns kvalir og vanlíðan daginn inn og daginn út, þá er erfitt að trúa. Og hvað þá um ranghugmyndir og túlkanir kirkjunnar sjáfrara, þar sem verið er að nota boðskap til að halda fólki í gíslingu.

Kenn mér að gjöra vilja þinn, því að þú ert minn Guð.

Þinn góði andi leiði mig um slétta braut.

3.)  Lýstu einhverju tilviki þegar þér fannst Guðs andi leiða þig.  Því miður þá man ég ekki skýrt eftir slíku. Þó má kannski segja að viðkynni mín af Yoga heimspekinni hafi verið tímabil þar sem ég fann mig trúarlega séð og fannst ég loks vera að finna Guð. Það kom viss sannfæring í hjarta mitt.

4.)  Hvaða þætti lífs þíns ert þú ófús að láta af hendi við Guð? Útskýrðu hvers vegna. Það fyrsta sem mér dettur í hug eru vissar líkamlegar hvatir svo sem kynlíf, drykkja og hraðakstur. Þetta eru svona augnablik þar sem ég get fundið mikla vellíðan og gleymt vanlíðan í dagsins amstri.

því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs,

bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn.

Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi.

5.)  Þegar þú afhendir Guði stjórnina á lífi þínu, minnkar það steitu. hvers vegna heldur þú að þetta sé svona? Ég ímynda mér að það sé einhvern vegin svona: með því að gera Guð að meðstjórnanda í lífi mínu og lúta leiðsögn hans í gegnum lífsins göngu, þá kemur lífð til með að vera mér spennandi og ögrandi verkefni. Ekki ótti og kvíði. Mér takist að lúta leiðsögn Guðs.

6)  Hvernig valda æskuminningarnar þér ennþá ótta eða hafa áhrif á þig á annan hátt? Þar sem ég man lítið sem ekkert úr æsku minni er mér ómögulegt að svara þessari spurningu., þó held ég að það geti verið að það sé nokkur sorgsem ég er að finna fyrir gagnvart æsku minni. Ég hef jú alltaf lifað í ótta og kvíða “saga lífs míns”.

En öllum þeim, sem tóku við honum,

gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans.

Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild

né manns vilja, heldur af Guði fæddir.

7.)  Lýstu sambandi þínu við Guð í barnæsku þinni. Sama hér á engar sem litlar minningar úr æsku minni . Þó man ég eitt atriði þar sem ég var veikur af hettusótt og var rúmfastur í um eina viku þegar ég var ellefu ára gamall. Þá einn daginn er ég lá í rúminu fann ég fyrir lamandi ótta svo mikinn að ég mátti varla mæla. Ég stóð í þeirri sannfæringu um stund að ég væri að fara að deyja “nei ég vissi það”. Annars held ég hún hafi verið svona létt barnatrú. Jesús var góður og gætti barna og þessháttar.

8.)  Þriðja sporið getur verið tækifæri til að byrja pp á nýtt og lagfæra minningar þínar um sára barnæsku. Hvað er það úr barnæsku þinni sem þarfnast helst lagfæringar t.d. traust, leikur, sambönd, ótti, tilfinningar, trú o.s.frv.? Útskýrðu. Fyrst og fremst held ég það sé óttinn. Tilfinningar, traust, sambönd og trú spila líka gríðarlega stóra rullu hvað þetta varðar og leikur sjálfsagt enn. Og traust. Eins og er þá sé ég svarið þannig að óttinn sé nokkus konar undirrót alls þessa vanlíðanar sem ég haf fundið í gegnum mín fullorðins ár. Í gegnum óttann hef ég fjarlægst ljósið meri og meir, ljósið er sannleikurinn, jafnvægið, egóið, friðurinn og takmarkið í átt að Nirvana.

Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar

og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok

og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta

9.)  Hvaða byrði hvílir þyngst á hjarta þínu? Lævís óttinn sem ætlar mig að kæfa í myrkri og kulda. Ljótleikinn í raunveruleika mannsins, kvíðinn, depurðin og að takast á við hið dags daglega streð og óvissan um hvað býr að handan. Má búast við því að loknum þessum lífsins dansi að þá taki við meiri ljótleiki? Munum við mannfólkið aldrei komast upp úr foraðinu þar sem við níðum hvert annað?

10.) Hvernig munt þú vita hvenær sjálfsmynd þín fer að lagast? Þegar óttinn og depurðin í hjarta mér fer að lægja og ég fer að verða bjartsýnni fyrir mannkyns hönd, ég hætti að vera of meðvirkur. Og ég fer að finna fyrir kærleika og sannleika Al-vitundarinnar í hjarta mínu.