Fjórða Spor, fyrri vika.

Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista

yfir skapgerðareinkenni okkar

1.)  Á hvern hátt hefur þú tilhneigingu til að fela þig fyrir raunveruleikanum? Með því að flýja inn í dagdrauma, reyna að sofa sem mest, með því að sökkva mér ofan í lestur skáldsagna og horfa á sjónvarpsefni og dvd. Semsagt hverfa inn í afþreyingu.

Svikult er hjartað fremur öllu öðru,

og spillt er það. Hver þekkir það?

Ég, Drottinn, er sá, sem rannsaka hjartað,

prófa nýrun, og það til þess

að gjalda sérhverjum eftir breytni hans,

eftir ávexti verka hans.

2.)  Lýstu verknaði eða hegðun sem minnir þig á að þú hefur svikult hjarta. Hugsun, ég tel mig yfirhöfuð vilja öllum vel en stundum hugsa ég þegar ég horfi á annað fólk sem hefur það verra en ég, “ég gleðst vegna þess að þessi hefur það verra en ég”. Og eftir sambandsslit t.d. við konu sem var/er mér kær, er ekki laust við að ég óski henni þess að hún fari verr út úr sambandsslitunum en ég, allavega að hún fari nú ekki að ná sér hraðar en ég og líða vel allt of fljótt. Óbeint vill ég stundum að aðrir hafi það verr en ég.

3.)  Útskýrðu á hvern hátt afneitun veldur þér sársauka eða vandræðum. Með því að horfast ekki í augu við minn innri mann, sálina og hið Guðlega innra með mér og að afneita mér eins og ég kem fyrir í raun og sanni út á við í samskiptum við fólk, geri lítið úr mér sem persónu og sál, tala illa til mín inn á við og neita að horfast í augu við fegurð mína sem Guðlega veru, þá er ég að lifa í lýgi sem veldur andlegum kvölum og kemur mér í vandræði í samskiptum við aðra.

Pétur var niðri í garðinum. Þar kom eina af þernum æðsta prestsins

og sá, hvar Pétur var að orna sér. Hún horfir á hann og segir:

“Þú varst líka með manninum frá Nasaret, þessum Jesú.”

Þvi neitaði hann…. Og hann gékk út í forgarðinn.

Þar sá þernan hann og fór enn að segja við þá, sem hjá stóðu:

“Þessi er einn af þeim.”…….. En hann sór og sárt við lagði:

“Ég þekki ekki þennan mann, sem þér talið um.”

Um leið gól haninn… Þá fór hann að gráta.

4.)  á hvaða sviði lífs þíns grunar þig að afneitunin ráði aðallega ríkjum? Ég held að mín helsta afneitun sé sú að ég sé ekki alveg jafn góð og gild manneskja og hver önnur. Þó er stóra svarið við þessari spurningu það að mín mesta afneitun sú að ég sé trúaður en afneiti tilvist Guðs og þeirri staðreynd að ég þurfi að fá hjálp að ofan við að styrkja mig og geta farið að lifa í kærleka og sátt við sjálfan mig eins og ég er og fólk almennt.

Sá sem þykist vera nokkuð, en er þó ekkert,

dregur sjálfan sig á tálar. En sérhver rannsaki

breytni sjálfs sín og þá mun hann hafa hrósunarefni

í samanburði við sjálfan sig, en ekki miðað við aðra,

því að sérhver mun verða að bera sína byrði.

5.)  Hvernig kemur stolt þitt í veg fyrir að þú sért hreinskilinn við sjálfan þig? Ég vil líta í spegilinn og sjá manneskju sem er sterk, óttalaus, með allt á hreinu og getur tekið sér fyrir hendur hvað sem er í daglegu amstri. Ég er í raun óörugg og óttafull manneskja sem kvíðir fyrir að takast á við lífið. Stolt mitt hindrar mig í að leggja allt mitt sálarlíf á borðið og sjá hvað ég er viðkvæmur. En í raun með því að horfast í augu við mína viðkvæmni þá er ég að sjá styrk minn.

Rannsökum breytni vora og prófum og snúum oss til Drottins.

6.)  Hverjur kvíðir þú vegna minnga úr fortíð þinni? Ég kvíði því að falla aftur og aftur í sama hjólfarið, það er eins og ég hafi ekkert Þol í neinu sem ég tek mér fyrir hendur þetta á bæði við um áhugamál og tilfinningamál jú og líka vinnu. Ég fæ brennandi áhuga svo er eins og hann renni ofaní sandinn og yfir mig kemur áhugaleysi og doði. Vegna þess kvíðir mig fyrir framtíðinni, líka að ég muni aldrei finna mig í neinu til langtíma.

7.  Hvaða hegðun er það hjá þér sem skaðar líf þitt mest? Útskýrðu. Að fela mig fyrir lífinu og hinum sanna kjarna hið innra með mér, að horfast ekki á augu við aðstæður hverju sinni og mæta þeim með æðruleysi og kærleika. Að vera meðvirkur að allt of miklu leyti í samskiptum.

Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt,

rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar,

og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi,

og leið mig hinn eilífa veg.

8.)  Hvað hindrar þig í því að biðja Guð að rannsaka þig þekkja hjarta þitt? Ég er ekki enn búinn að opna hjarta mitt fyrir Guði (æðri mætti). Ég er enn í þeim sporum að vera í efa og jú ótta. Kvíði minn gagnvart lífinu fylgr mér í (van)trú minni á líf etir dauða þessa líkama.

9.)  Skráðu aðal vanþóknunarefni þitt. Hvernig truflar það líf þitt? Ég hef mjög litla trú á sambræðrum/systrum mínum, svona á heildina á litið. Ég hef í gegnum árin verið mjög dapur yfir því hvað það er mikil vonska í heiminum og þessi vanþóknun hefur valdið mér kvíða, depurð og andlegum doða.

Vitið, bræður mínir elskaðir: Hver maður skal vera

fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði.

Því að reiði manns ávinnur ekki það, sem rétt er

fyrir Guði. Leggið því af hvers konar saurugleik

og alla vonsku og takið með hógværð á móti

hinu gróðursetta orði, er frelsað getur sálir yðar.

10.)  Skráðu lista yfir aðstæður þar sem þú varðst reiður vegna vanþóknunar þinnar.  Ég hef nú oftar en einu sinni kíkt út á lífið með vinum eftir að hafa fengið mér í ltilu tána. Meðan ég er með fólki sem ég þekki og mér líður vel með og þá í heimahúsi er ég í góðum gír en um leið og ég kem í bæinn og er búinn að vera á skemmtistöðum í einhvern tíma fer mér að líða ver og ver og fer að finna til vanmáttar og verða reiðari og reiðari út í sjálfan mig fyrir að t.d. geta ekki daðrað við hitt kynið. Þá á ég það til að verða svo reiður og vonsvikinn út í sjálfan mig að mér finnst ég algerlega vera einskis virði, lúser.