Fimmta Spor, fyrri vika.

Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur

og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar.

1.)  Lýstu einhverjum tilfinningum sem þú fannst fyrir þegar þú gerðir úttekt þína. Ég er ekki byrjaður á lstanum, en ég tók gremju-tiltekt í skápunumhjá mér síðustu helgi og er búinn að fara yfir alla listana og fann þá fyrir því andleysi og það þyrmdi yfir mig, mér ætlar að ganga illa að koma orðum á blað, er stöðugt að hugsa um þá. Gott ef þeir eru ekki bara að valda mér kvíða og depurð. Ég er einhvern veginn svo andlaus gagnvart listunum sjálfum.

Gefið yður því Guði á vald,

standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja yður.

Nálægið yður Guði og þá mun hann nálgast yður.

Hreinsið hendur yðar, þér syndarar,

og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu.

2.)  Hvernig færðist þú nær Guði meðan þú gerðir persónulega úttekt þína? Ég hef ekki enn hafið úttektina, en er mikið að hugsa um hana og tengingu mína við æðri mátt og hvar ég í raun stend gagnvart því. Vangaveltur mínar eru búnar að vera ófáar um trú mína á Guði og hvað þurfi að gerast til að ég finni frið í hjarta mínu og þor til að horfast í augu við Guð. Það er þá á þann hátt sem ég hef nálgast Guð í hænu fetum.

3.)  Hverjar eru vonir þínar og ótti varðandi fimmta sporið? Vonir mínar eru þær að ná að tengjast tilfinningum mínu, þekkja þær geta nefnt þær á nafn og skilgreint hvað þær eru að segja mér þegar þær svona poppa fram allt í einu og segja hæ ég er kominn í heimsókn og þú þekkir mig ekki lalalalalal. Ég vil ekki lengur finna fyrir skömm né ótta við að vera tilfinningavera. Ég vil líka ná að finna fyrir almættinu í hjarta mér, finna sannleikann eins og ég er aðeins að taka eftir. Mína sannfæringu og staðfestingu á  mér með Guð við hlið mér. Ég óttast að það takist ekki.

4.)  Hverja af yfirsjónum þínum finnst þér erfiðast að viðurkenna fyrir öðrum einstaklingi og hvers vegna? Þessari spurningu kýs ég að halda fyrir sjálfan mig, ég vil engan veginn setja svarið á veraldarvefinn. Ég las hana upp í hópnum mínum og læt það duga.

Þvi skal sérhver af oss

lúka Guði reikning fyrir sjálfan sig.

5.)  Ef þú hefur viðurkennt yfirsjónir þínar fyrir Guði, getur þú treyst miskunn hans. Lýstu reynslu þinni eða skilningi á miskunn Guðs fyrir þig nú. Þar sem Guð hefur alla tíð þekkt mig út í gegn þá er málið ekki það að hafa áhyggjur af því, heldur opna hjarta mitt fyrir honum Gussa. Það sem ég get sagt í sannleika hér er það að ég held mér sé að takast að finna fyrir nærveru hans, allavega vona ég að sá atburður muni eiga sér stað. Ég er ekki frá því að Guð hafi leitt mig hönd í hönd í sporavinnunna. Mér finnst það vera rétt og satt.

6.)  Á hvern hátt fannst þú fyrir skylirðislausum kærleika Guðs til þín? Því miður hefur mér ekki tekist að finna hann. Sá æðri máttur eins og ég skil hann hefur mér ekki tekist að tengjast skylirðislaust. En sú leið er ég hefi farið hin undanfarin ár hefur verið að mestu leyti ens og ég hafi verið leiddur áfram á rétta braut (vonandi). Ég hef verið að kynnast fólki síðustu ár sem hefur komið inn í líf mitt og verið á nokurnveginn sömu nótum og ég, eins og við höfum verið leidd saman af æðri mætti.

Ef við segjum: “Vér höfum ekki synd,” þá svíkum vér sjálfa oss

og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér játum syndir vorar,

þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar

og hreinsar oss af öllu ranglæti.

7)  Hvað notar þú til þess að leiða hugann frá að brotna undan sársaukanum, t.d. sjónvarp, útvarp, músík, starfsemi, vinnu, sambönd, efnanotkun, trú, o.s.frv. Ég nota bækur, sjónvarp, vinnu, á stundum hef ég notað eiturlyf, áfengi þar með talið. Ekki má gleyma dagdraumum fer oft í felur frá raunveruleikanum inn í ímyndaðan draumaheim.

8.)  Hver af skapgerðargöllum þinum eða veikleikum veldur þér ótta eða skömm þegar þú hugsar um að deila sögu þinni með öðrum enstaklingi? Að vera svo meðvirkur að ég læt teyma mig út í aðstæður sem ég myndi aldrei fara út í undir venjulegum kringumstæðum. Gera eitthvað ljótt og/eða jafnvel ólöglegt og vilja það í raun ekki t.d. að fara á fyllerí og svo vill einhver dóp en ég er ekki til í það en læt samt tilleiðast.

En nú kom hann til sjálfs sín og sagði:

“Hve margir eru daglaunamenn föður míns

og hafa gnægð matar, en ég ferst hér úr hungri!

Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann:

Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér.

Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.

Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.”

9.)  þegar glataðir sonurinn játaði syndir sínar, varð hann að viðurkenna hræðilegar yfirsjónir sínar. Hvaða yfirsjónir eru það sem þig langar mest til að segja einhverjum frá? Þessari spurningu sömuleiðis vil ég ekki setja á veraldarvefinn, læt nægja að deila henni með hópnum mínum.

10.)  Hvaða eiginleika finnst þér nauðsynlegt að sá einstaklingur hafi sem þú vilt deila fimmta sporinu með? Fyrst og fremst að viðkomandi hafi reynslu í sporavinnunni, að hann sé víðsýnn, geti rætt hvert það málefni sem ég er að treysta honum fyrir, jafnvel gefið ráð, sé fordómalaus gagnvart hverju því sem ég deili með honum og geti sýnt samkennd.