Fimmta Spor, seinni vika.

Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur

og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar.

 

Meðan ég þagði, tærðust bein mín,

allan daginn kveinaði ég,

´Því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér,

lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju.

Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mina.

Ég mælti: “ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni,”

og þú fyrirgafst syndarsekt mína.

11.)  Hver eru þau slæmu áhrif sem þú finnur fyrir þegar þú leynir misgjörðum þínum? Þau valda mér depurð og vanlíðan og fá mig til að fela mig fyrir heiminum, ég reyni eftir fremsta megni að kæfa allar tilfinningar og minningar um misgjörðir þær er ég hef gert.

12.)  Hvers konar tjáskipti vilt þú fá frá þeim einstaklingi sem hjálpar þér við að ljúka fimmta sporinu, t.d. reynsla viðkomandi, að einstaklingurinn sjái sálfan sig í þinni sögu, samþykki og huggun í orði, staðfesting á fyrirgefningu Guðs, o.s.frv.? Fyrir það fyrsta vil ég eiga í gagnvirkum samskiptum við þann einstakling, hann þarf hvorki að skilja mig né samþykkja eða hugga mig. Að hann hlusti með kærleik að leiðarljósi og sé ekki að dæma það er það sem skiptir mig máli, ekki að hann sjái sjálfan sig í mér eða öfugt. Einnig skiptir máli að viðkomandi hafi reynslu í sporavinnunni og geti sýnt því sem ég tjái mig skilning.

13.)  Hvað vonast þú til að fá við að hlusta á sjónarmið viðkomandi einstaklings? Aukinn skilning á sjálfum mér og þeim málefnum og tilfinningum sem eru að brjótast hið innra með mér. Svona eureka augnablik þar sem ég geti séð mína lífsreynslu í öðru ljósi og frá öðrum vinkli.

14.)  Skráðu þau atriði úr úttekt þinni þar sem bæn er þér mikilvæg. Ég er ekki mikið að biðja en hef þó aukið það undanfarið, ef það er eitthvað sem er mér mikilvægt að fá í gegnum bæn þá er það aukinn lífsvilji og lífsgæði.

15.)  Lýstu þeirri reynslu er þú viðurkenndir bresti þína fyrir öðrum einstaklingi. Það skipti sem ég fann hvað mest og verst fyrir að deila var þannig að ég fann herping inn í mér og ég skalf af ótta við að segja frá þessum atburði sem hefur fylgt mér í áratugi en samkenndin, virðingin og kærleikurinn sem ég fann fyrir hjá hópnum mínum varð mér ólýsanlega mikill styrkur, ég var eins og sprungin blaðra er heim var komið það kvöld.

16.)  Í hvaða erfiðleikum áttir þú við að deila sögu þinni með öðrum einstaklingi? Tókst þér að vera nákvæmur? Útskýrðu. Ég var alveg  við það að gugna þegar á hólminn var komið og var í einskonar doða af kvíða við að deila sögu minni en á sama tíma gat ég varla beðið eftir að koma þessu frá mér. Já mér tókst að vera þokkalega nákvæmur og hnittmiðaður í frásögn minni.

17.)  Á hvern hátt hefur það, að þú viðurkenndir bresti þína, hjálpað þér til að horfast í augu við fortíð þína? Það hefur sýnt mér að sama hversu mér finnst erfitt að horfast í augu við eitthvað úr fortíð minni og kýli minninguna aftur og aftur niður í undirmeðvitundina þá er það svo rosalega gott að hafa svona góða að og sem eru sjálf að vinna í sér og vilja allt fyrir mann gera og dæma ekki. Því það að horfast í augu við drauga fortíðar og takast á við þá er margfallt betra en að lifa í sektarkennd og ótta við eitthvað sem ég gerði eða lenti í þegar ég var yngri. Að losa úr bagga óttanns og finna kærleika til sjálfs míns aukast og sjálfsmyndina styrkjast að sama skapi er yndisleg tilfinning.

18.)  Hvernig færði fimmta sporið þig nærri Guði og nær öðru fólki? Það hefur fært mig nær Guði að því leitinu til að ég er að velta minni trú og sannfæringu meir og meir fyrir mér, trúarleit sem hefur staðið yfir í áratugi þar sem ég get á engann hátt keypt boðskap kirkjunnar hráann. Eins og Jesús sagði „musteri Guðs er hið innra með yður“. Í samskiptum við fólk er ég að verða minna og minna meðvirkur og passa betur og betur upp á að vera ekki í því hlutverki að þóknast bara fólki er að standa meir og meir með sjálfum mér og er að takast að gefa meira af mér, sem er yndislegt. Á t.d. orðið mkið auðveldara með að veita fólki knús.

19.)  Hvað ætlar þú að gera næst þegar þú bregst við með þinni gömlu hegðun? Nú er ég orðinn og er að verða meðvitaðri um hegðunarmynstur sem fór algerlega fram hjá mér svo ég mun leggja mig fram við að auka bæði meðvitund mína og um þetta og grípa strax inn í og stöðva hana, ef hún veldur öðru fólki á einhvern hátt vanlíðan og ef ég geng yfir strikið þá mun ég taka það upp við viðkomandi manneskju(r) og  biðjast afsökunar á særandi ummælum og hegðun hjá mér.