Fjórða Spor, seinni vika.

Svo virðist sem ég sé búinn að týna spurningunum fyrir þessa viku. Ef ég finn þær mun ég skrifa þær hér inn við fyrsta tækifæri.

Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista

yfir skapgerðareinkenni okkar

11.)  Skráðu það sem þú óttast mest. Hvernig truflar það líf þitt?

Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann.

Því að óttinn felur í sér hegningu,

en sá sem óttast er ekki fullkoinn í elskunni.

12.)  Hvaða ótti gerir vart við sig þegar þú gerir þér grein fyrir að Guð þekkir alla þína galla?

Reynið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni, prófið yður sjálfa.

Gjörið þér yður ekki grein fyrir, að Jesús Kristur er í yður?

Það skyldi vera að þér stæðust ekki prófið.

En ég vona, að þér komist að raun um , að vér höfum staðist prófið.

13.)  Á hvern hátt veistu að þú átt trú á Krist?

14.)  Hver heldur þú að sé þinn aðal styrkleiki? Hvernig veitir hann þér stuðning?

15.)  Hver heldur þú að sé þinn aðal veikleiki? Hvernig veldur hann þér skaða?

Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli

vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt.

16.)  Gagnvart hverjum finnur þú fyrir beiskju, ofsa, reiði, eða annars konar óvild?

17.)  Skilgreindu og útskýrðu hvers kyns tregðu við að gera úttekt þína.

Minnstu eymdar minnar og mæðu, malarurtarinnar og eitursins.

sál mín hugsar stöðugt um þetta og er döpur í brjósti mér.

Þetta vil ég hugfesta, þess vegna vil ég vona:

Náð drottins er ekki þrotin,

miskunn hans ekki á enda.

18.)  Hvaða sársauki úr fortíðinni eða mistök fá þig til að finna til þunglyndis?

Sæll er sá maður, sem stenst freistingu,

því að þegar hann hefur reynst hæfur

mun hann öðlast kórónu lífsins,

sem Guð hefur heitið þeim er elska hann.

19.)   Hvað getur þú gert til þess að halda einbeitingu þinni í fjórða sports úttektinni? (T.d. halda þig við dagskrá, gefa þér tíma fyrir hugsanir og íhugun, vinna með félaga, lesa fjórða spors efni, o.s.frv.)