Seinni hálfleikur

Jæja nú er komið að seinni hálfleik, starfið hófst aftur í fyrstu viku janúar. Mér er mjög hugleikið eftir að hafa lokið starfinu hér hjá Vinum í bata fyrir áramót hver staða Biblíunnar er í mínum huga, ég hef mikið verið að velta því fyrir mér. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu fyrir mig að Biblían er heimildar- og sagnfræðirit mikið það er mjög margt í henni sem á engan veginn við í dag, hún er jú barn síns tíma en fyrir mig þá er kærleiks boðskapur Jesú Krists tímalaus, á alltaf við og kemur til með að lifa um alla eilífð. Það er annað sem ég hef verið að velta fyrir mér með vinnubókina 12. sporin Andleg vinna og það er einfaldega þetta, ég vildi sjá að í staðinn fyrir að skrifa Guð þá væri ávallt skrifað æðri máttur það er nokkuð sem ég hef trú að að allflestur ættu að geta sæst á, allavega er það mín von enda er talað og skrifað um það í byrjun á þennan máta “æðri mátt eins og við skiljum hann enda hefur stofnuni kirkjan með framferði sínu mengað fyrir mér hugtakið Guð en samt sem áður bið ég til Guðs þegar ég geri það svo ég er ekki að tala um að ég sé á móti Guði.

Það sem vinna mín hér hjá vinum mínum í bata hefur gert fyrir mig er að læra að þekkja sjálfan mig betur, verða styrkari og betri manneskja, fyrirgefa mér bresti mína og taka þá í sátt og leiðinni að láta þá ekki stjórna mér. Æðruleysi mitt hefur aukist það mikið að ég er á allann hátt orðinn ofboðslega yfirvegaður. Það hefur reynst mér ómetanlegur styrkur að geta fyrirgefið sjálfum mér fyrir ragngjörðir mínar, þær voru aldrei þess eðlis að særa aðra meðvitað. Að lokum er ég að læra að elska sjálfan mig meir og meir eftir því sem á líður og er það vel.

Mínar innstu kærleikskveðjur.