Sjötta Spor: seinni vika

1.)  Hvaða hagnýtan vísdóm eða aðferð hefur þú lært af námsefninu sem gæti hjálpað þér nú? (t.d. að vinna fyrstu þrjú sporin, nota æðruleysisbænina, að deila þessari baráttu á fundi o.s.frv.) Ég er farinn að verða þolinmóðari og finn meir og meir fyrir æðruleysi gagnvart fólki í kringum mig í stað þess að verða pirraður og dæma þá er ég töluvert rólegri og yfirvegaðri gagnvart fólki sem ég hef átt það til að láta pirra mig. Öll þessi sjálfsskoðun er að gera það að verkum að mér er að takast að kynnast sjálfum mér betur og skynja og takast á við bresti sem hafa fylgt mér um ómuna tíð. Mér er farið að takast betur að sættast við æðri mátt og er farinn að biðja oftar og oftar, ég er líka farinn að tala um vinnu míma í sporunum við margt af því fólki sem ég þekki og mjög margir eru orðnir forvitnir og vilja skoða þessa vinnu betur.

 

Eins og börn með brotin leikföng

báðu grátandi um að þau yrðu lagfærð,

lagði ég brostna drauma mína fram fyrir Guð

af því að hann var vinur minn.

En svo, í stað þess að skilja Hann

eftir einan í friði til að vinna verkið,

vappaði ég í kring og reyndi að hjálpa

með ráðum sem voru mín eigin.

Loks hrifsaði ég þá aftur til mín og hrópaði:

„Hvernig getur þú verið svo lengi?“

„Barnið mitt,“ sagði Hann,

„hvað gat ég gert?

Þú slepptir aldrei tökunum.“

 

2.)  Hvernig sérð þú sjálfan þig í ljóðinu Brostnir draumar?  Ég hef klárlega aldrei verið fullbtilbúinn að sleppa takinu. Í stað þess að biðja og leyta til Guðs um aðstoð við að takast á við vanlíðan mína og fá styrk þá hef ég verð fastur í hringrás vanlíðunar og ekki verið þess albúinn að takast á við vanlíðan mína af fullri alvöru og með hjálp æðri máttar, veikindum mínum og vanlíðan hef ég að einhverju leyti ekki viljað sleppa takinu af því þau eru jú auðvitað þekkt ástand. Að líða vel og hafa góða sjálfsmynd er eitthvað sem er mér óþekkt og því óttafullt ástand, ég hef verið hræddur við það því þá fer ég að takast á við aðstæður sem ég hef alla tíð forðast og verið hræddur við. Það er ekki svo einfalt að sleppa tökunum á líslöngum sársaukafullum vana.

 

3.)  Hvað óttast þú að gerist þegar brestir þínir verða fjarlægðir?  Ég óttast það mest að það verði einungis tímabundið, það er í raun það sem ég hef óttast hvað mest, þegar mér hefur verið farið að líða betur þá fell ég oft í það ástand að tala mig niður, að hið góða ástand geti ekki varið það sé bara tímabundið ég muni falla aftur í gamla farið. Ég vil losna við alla mína bresti!

 

En trúr er Drottinn og hann mun styrkja yður

og venda fyrir hinum vonda.

 

4.)  Hvaða jákvæðri breytingu hefur þú tekið eftir á hegðun þinni, á hugsanamynstri eða í samskiptum? Ég fer nú yfir það í 10. spurningu að einhverju leyti. Ég get reyndar bæt þvi við að ég er farinn að vera bjartsýnni og hef meiri trú á sjálfum mér, ég er farinn að verða styrkari í samskiptum við fólk, ég á mjög auðvelt með að fara að gera lítið úr sjálfum mér í samtölum við annað fólk og gera því upp hugsanir um að ég sé leiðinlegur, ljótur, heimskur og einskis virði sem manneskja, þetta er farið að minnka meir og meir. Mér er farið að auðnast að sjá sjálfan mig fyrir þá góðu manneskju sem ég er. Auðvitað er dagamunur á en nú er ég mér meðvitaðri um það og læt það ekki brjóta mig niður.

 

Þannig skuluð þér líka álíta yður sjálfa vera dauða syndinni,

en lifandi Guði i Kristi Jesú.

Látið því ekki syndina ríkja i dauðlegum likama yðar,

svo að þér hlýðnist girndum hans.

 

5.)  Hvaða skapgerðarbrestir hafa valdið þér mestum sársauka og þarfa að fjarlægja fyrst? Skömm, samviskubit og yfirmáta meðvirkni, ég vil ekki lengur lifa í skugga þeirra og undir þeirra stjórn í stöðugu andlegu myrkri og sársauka.

 

6.)  Hvað þýðir albúinn fyrir þig? Í þessu tilviki þýðir það að vera tilbúinn af öllum lífs og sálarkröftum að fá bót meina minna, að vera þess viljugur að láta bresti mína í hendur Guðs og vera þess albúinn að fela honum bata minn.

 

Ég leita þín af öllu hjarta,

lát mig eigi villast frá boðum þínum.

Ég geymi orð þín í hjarta mínu,

til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér.

Lofaður sért þú, Drottinn, kenn mér lög þín.

 

7.)  Útskýrðu hvernig það að leita eftir vilja Guðs hefur hjálpað þér til að verða fúsari til að breytast. Sú leit hefur gert það að verkum að ég er að fara meira inn við í leit að svörum sem gera mér það kleift að takast á við þá bresti sem ég er að glíma við, í viðleitni minni til að leyfa mér að þykja vænt um mig persónuna þá bæði kosti og galla.  Ég er smám saman að hætta að brjóta mig niður og dæma mig fyrir ýmsa smá galla sem ég áður svitnaði yfir af kvíða. Sem merkilegt nokk gerir mér kleift að takast betur á við.

 

Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans:

Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja,

þá heyrir hann oss.

Og ef vér vitum, að hann heyrir oss,

um hvað sem vér biðjum,

þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir,

sem vér höfum beðið hann um.

 

8.)  Lýstu því trausti sem þú hefur til Guðs til að hjálpa þér að fjarlægja skapgerðarbresti þína.   Þegar mig vantar leiðbeiningu þá sé mér unnt að leita til hans og hann mun vera mér til handar við að sjá brestina eins og þeir eru, og ég nái að kryfja þá það vel að mér takist að læra af þeim og þroskast sem muni aftur styrkja mig. Eins og ég sé þetta að sumu leyti þá er það að geta hugsað til og treyst á æðri mátt sem einskonar leiðbeinanda og vin sem ég get átt í samræðum við í huganum að Guð sem ég er órjúfanlega tengdur og hluti af mun ávallt vera til staðar fyrir mig hvenær sem ég þarf á honum að halda. Guð er jú inn í mér.