Færslur flokksins: Óflokkað

Sjöunda Spor: fyrri vika

1.)   Hvaða sérstöku blessun, jafnvel einhverja smávægilega, hefur Guð sent þér frá því að þú byrjaðir í Tólf spora námsefni þínu til bata? Sú blessun er ég hef fundið fyrir fellst í því að ég er að sjá persónuna mig í skýrara ljósi og farið að finna æ meiri kærleik til sjálfs mín sem aftur […]

Sjötta Spor: seinni vika

1.)  Hvaða hagnýtan vísdóm eða aðferð hefur þú lært af námsefninu sem gæti hjálpað þér nú? (t.d. að vinna fyrstu þrjú sporin, nota æðruleysisbænina, að deila þessari baráttu á fundi o.s.frv.) Ég er farinn að verða þolinmóðari og finn meir og meir fyrir æðruleysi gagnvart fólki í kringum mig í stað þess að verða pirraður […]

Sjötta Spor: fyrri vika

1.) Fjórða og fimmta sporið hafa eflaust valdið því að þú hefur rifjað upp sársaukann sem þú hefur valdið sjálfum þér og öðrum. Hverjar af þessum sársaukafullu minningum finnst þér gera þig fúsari til breytinga? Það er nú ekki svo að það sé einhver ein minning sem upp úr stendur miklu frekar er það […]

Seinni hálfleikur

Jæja nú er komið að seinni hálfleik, starfið hófst aftur í fyrstu viku janúar. Mér er mjög hugleikið eftir að hafa lokið starfinu hér hjá Vinum í bata fyrir áramót hver staða Biblíunnar er í mínum huga, ég hef mikið verið að velta því fyrir mér. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu fyrir mig að […]

Fimmta Spor, seinni vika.

Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur
og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar.
 
Meðan ég þagði, tærðust bein mín,
allan daginn kveinaði ég,
´Því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér,
lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju.
Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mina.
Ég mælti: “ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni,”
og þú fyrirgafst […]

Fimmta Spor, fyrri vika.

Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur
og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar.
1.)  Lýstu einhverjum tilfinningum sem þú fannst fyrir þegar þú gerðir úttekt þína. Ég er ekki byrjaður á lstanum, en ég tók gremju-tiltekt í skápunumhjá mér síðustu helgi og er búinn að fara yfir alla listana og fann þá fyrir því andleysi og það þyrmdi […]

Fjórða Spor, seinni vika.

Svo virðist sem ég sé búinn að týna spurningunum fyrir þessa viku. Ef ég finn þær mun ég skrifa þær hér inn við fyrsta tækifæri.
Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista
yfir skapgerðareinkenni okkar
11.)  Skráðu það sem þú óttast mest. Hvernig truflar það líf þitt?
Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann.
Því að óttinn […]

Fjórða Spor, fyrri vika.

Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista
yfir skapgerðareinkenni okkar
1.)  Á hvern hátt hefur þú tilhneigingu til að fela þig fyrir raunveruleikanum? Með því að flýja inn í dagdrauma, reyna að sofa sem mest, með því að sökkva mér ofan í lestur skáldsagna og horfa á sjónvarpsefni og dvd. Semsagt hverfa inn í afþreyingu.
Svikult er hjartað fremur […]

Þriðja Spor, seinni vika.

 
Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf
lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum
 
Betra er að leita hælis hjá Drottni,
en að treysta mönnum
betra er að leita hælis hjá Drottni,
en að treysta tignarmönnum.
11.)  Í hverju hefur traust þitt til manna brugðist? Við skoðun á mannkynssögunni er ekki annað að sjá en að við […]

Þriðja Spor, fyrri vika

Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf
lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum
 
1.)  Hvað atriði í lífi þínu urðu til þess að þú vissir að þú yrðir að afhenda vilja þinn og líf handleiðslu Guðs? Er ég búinn að því? Ég myndi segja að það sé atburðarrás í lífi mínu hvað […]